Svarfdal Design
8mm Hraunperlur
8mm Hraunperlur
Armböndin eru samansett úr hrauni, orkusteinum og ýmisskonar perlum og aukahlutum, þrætt uppá sterka og endingagóða teygju.
Rose Quartz er kristall ástarinnar, hann styrkir samskipti og hjálpar okkur að fyrirgefa, umbera og hleypa meiri ást og kærleika inn í lífið okkar.
Vernd, kraftur og jarðtenging einkennir Tígrisaugað. Hann er talinn hjálpa þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér og hjálpar við að taka erfiðar ákvarðanir.
Jade er tákn fyrir ró, yfirvegun og kærleika. Steinninn er einnig talinn auka heppni í ástum.
Turquoise er góður til að gefa, talinn veita þeim sem gefinn er auð og hamingju. Mikill samskiptasteinn, opnar fyrir samskipti og styrkir bönd. Einnig er hann steinn desember og bogamannsinns.
Þar sem hraun er að eðlisfari holótt og óreglulegt þá hefur það þann einstaka hæfileika að hægt er að setja nokkra dropa af uppáhald essential olíunni í hraunperlurnar.
Hægt er að fá armband eftir málum, taka þarf fram hversu langt armbandið á að vera í athugasemdum þegar gengið er frá kaupum. Annars er standard stærð u.þ.b 17 cm í slakri stöðu.