Um Okkur

Svarfdal Design er hugarfóstur listakonunnar Kitty Svarfdal, sem hefur ástríðu fyrir því að sameina fornar hefðir og nútímalega hönnun. Hún sérhæfir sig í hlekkjasmíði (e.chainmaille) og vírofnum skartgripum þar sem hver hlekkur og hver flétta er handunnin af nákvæmni og þolinmæði. 

Innblásturinn kemur bæði frá víkingaöldinni – tímabili þar sem málmurinn var tákn um styrk, vernd og fegurð – og frá íslenskri náttúru.
Með því að nota þessar fornu aðferðir í nýrri útfærslu skapa skartgripir Svarfdal Design einstaka tengingu við fortíðina, en eru jafnframt hannaðir fyrir nútímann.

Skartið er meira en bara skraut – það er lifandi tenging milli handverks, sögu og persónu þess sem ber það. Hver gripur er hugsaður sem tákn um styrk, arfleifð og sjálfsmynd.

Svarfdal Design er leið Kitty til að varðveita gamla tækni, heiðra söguna og íslenska náttúru, og skapa eitthvað nýtt sem getur glatt bæði í dag og um ókomna tíð.
Þorðu að vera öðruvísi – Þorðu að vera þú.